Skilaboð.is hefur það markmið að tryggja örugga sendingu gagna með notkun rafrænna skilríkja.
Öryggið felst í því að skilaboðin sem fara á milli eyðast við opnun þeirra eða ef liðnir eru þrír dagar frá sendingu ef þau eru óopnuð. Skilaboðin eru svo geymd dulkóðuð.
Skilaboð.is er verkefni sem unnið var seinni hluta árs 2022 á vegum Prógramm.